Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Raunfærnimat

Fræðslumiðstöð Vestfjarða stendur fyrir raunfærnimati á námsbrautum félagsliða-, leikskólaliða- og stuðningsfulltrúa í grunnskólum. Að loknu raunfærnimati getur fólk hafið nám á viðkomandi braut við einhverja þá fræðslustofnun sem býður slíkt nám. Einnig er hægt að gangast undir raunfærnimat eftir að nám er hafið.

Í tengslum við raunfærnimatið býður svo Fræðslumiðstöðin nám á leikskólaliða- og stuðningsfulltrúabrú í samstarfi við SÍMEY á Akureyri og Farskólann á Norðurlandi vestra, sjá hér.

Til viðbótar við raunfærnimat á ofangreindum námsbrautum hefur Fræðslumiðstöðin fengið fjárveitingu til að aðstoða fólk við að komast í raunfærnimat í öðrum greinum. Þá starfar miðstöðin með öðrum fræðsluaðilum, einkum IÐUNNI fræðslusetri.

Með raunfærnimati getur fólk fengið þekkingu og færni sem það hefur aflað sér á vinnumarkaðinum metna jafngilda áföngum í skólum og stytt þannig nám sitt.

Inntökuskilyrði í raunfærnimat eru aðeins mismunandi eftir greinum, en lágmarksaldur er yfirleitt 22 – 25 ár, starfstími í greininni 3 – 5 ár og stundum er krafist að viðkomandi hafi lokið um 240 kennslustundum í starfstengdu námi.

Ferli raunfærnimats

  1. Kynning.
  2. Útvegun gagna.
    • yfirlit um fyrra nám/námskeið.
    • staðfesting á vinnu í faginu.
  3. Viðtal hjá náms– og starfsráðgjafa.
  4. Tveir vinnufundir—færnimappa og sjálfsmatslistar.
  5. Matsviðtal.
  6. Niðurstöður og næstu skref (nám eða starf).

Nánari upplýsingar eru veittar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða í síma 456 5025, eða með tölvupósti, smari@frmst.is.

Endilega kannið stöðu ykkar.

Deila