Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Virkjum landann - námskeið í markaðsetning á netinu

Hugsuðirnir á bak við Virkjum landann. Kristrún Lind Birgisdóttir (t.h.) og Hulda Þórey Garðarsdóttir (t.v).
Hugsuðirnir á bak við Virkjum landann. Kristrún Lind Birgisdóttir (t.h.) og Hulda Þórey Garðarsdóttir (t.v).

Miðvikudaginn 3. júní verður góður gestur í Fræðslumiðstöð Vestfjarða þegar Kristrún Lind Birgisdóttir kemur og verður með námskeið sem kallast Virkjum landann. Um er að ræða stutt námskeið þar sem farið er yfir grundvallaratriðin við að koma sér inn á markaðinn á netinu. Farið verður yfir möguleika á notkun fjórtán vefmiðla og hvernig má nota þá til þess að vekja á sér athygli hvort sem það er gert í ágóðaskyni eða ekki.

Námskeiðið er upplagt fyrir aðila í ferðaþjónustunni, handverksfólk og alla þá sem vilja læra um fjölbreytileika netsins sem vettvang markaðssetningar og viðskipta.

Allir sem koma á námskeiðið fá aðgang að VEFSKÓLANUM. Þar eru 14 myndbönd þar sem farið er skref fyrir skref yfir öll viðfangsefnin sem nefnd eru námskeiðinu. Hverju viðfangsefni fylgir handbók á pdf formi svo allir ættu að geta nýtt sér leiðsögnina þar á sínum hraða.

Námskeiðið verður haldið í húsakynnum Fræðslumiðstöðvarinnar á Ísafirði miðvikudaginn 3. júní kl. 17.00-22.00. Einnig er hægt að taka þátt í gegnum fjarfundabúnað í aðstöðu Fræðslumiðstöðvarinnar á Hólmavík og Patreksfirði. Námskeiðið kostar 4.900 kr. og er tekið við skráningum hér á vef Fræðslumiðstöðvarinnar og í síma 456 5025.

Eins og áður sagði er kennari á námskeiðinu Kristrún Lind Birgisdóttir. Kristrún er er fædd og uppalin á Árskógsströnd. Hún er kennari og menntunarfræðingur, gift með tvö börn og býr í Hong Kong. Hún bjó um tíma á Flateyri og var skólastjóri við Grunnskóla Öndunarfjarðar.

Samstarfskona Kristrúnar Lindar, Hulda Þórey Garðarsdóttir, var í viðtali í morgunútvarpinu á Rás 2 föstudaginn 22. maí sl. Hlusta má á viðtalið með því að smella hér. Nánari upplýsingar má einnig finna á vefnum virkjumlandann.is.

Deila