Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

ADHD og daglegt líf (fjarkennt)

11. mars 2024

Námskeið í samstarfi við ADHD samtökin ætlað fullorðnu fólki með ADHD.

Á hvað og hvernig hefur ADHD áhrif í okkar daglega lífí?  Með auknum skilningi og þekkingu er hægt að vinna gegn kvíða, byggja upp sjálfstraustið og nýta með jákvæðum hætti þá eiginleika sem ADHD færir okkur. 

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig hægt er að byggja á styrkleikum og tileinkað sér hluti sem styðja við fólk með ADHD í leit að rútínu og jákvæðri sjálfsmynd ásamt því að fjalla um stýrifærni heilans, skynjun tengda ADHD og algenga fylgikvilla ADHD.

Kennari á námskeiðinu er Jóna Kristín Gunnarsdóttir. Jóna er grunnskólakennari með víðtæka þekkingu á málefninu og mikla reynslu af fræðslu fyrir ADHD samtökin.  

Tími: Mánudagur 11. mars 2024 kl. 16:15-18:15. 
Staður: Fjarkennt.
Verð: 12.500 kr.

Stéttarfélögin Verk Vest, Verkaðlýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Kjölur og Sameyki greiða að fullu þátttökugjald fyrir sitt félagafólk og getur það því sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Námskeiðið er öllum opið og hvetur Fræðslumiðstöðin aðra þátttakendur til að kanna með endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu félagi.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning