Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Betri tímastjórnun

26. október 2022

Námskeið sem hentar öllum þeim sem vilja læra aðferðir til að stjórna tíma sínum og sjálfum sér betur. Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn, að segja nei, o.fl. Sérstaklega verður fjallað um áskoranir þess að vinna heima.

Meðal þess sem er tekið fyrir á námskeiðinu:

  • Ytri og innri tímaþjófar
  • Greining á tímavörslu
  • Forgangsröðun, skipulagning og áætlanagerð
  • Truflanir af ýmsum toga
  • Fundir og fundarstjórnun
  • Að segja nei

 Ávinningur:

  • Betri skipulagning á eigin vinnu
  • Betri forgangsröðun verkefna
  • Meiri tími fyrir mikilvægustu verkefnin
  • Meiri árangur og margfalt meiri afköst

Kennari: Ingrid Kuhlman, MSc í jákvæðri sálfræði, þjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun og höfundur bókarinnar Tímastjórnun í starfi og einkalífi.
Tími: 
Miðvikudagur 26. október 2022 kl. 8:30-12:30. 
Lengd: 4 klukkustundir.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 20.900. kr.

Vakin er athygli á að með samningi við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt geta stofnanir ríkis og sveitarfélaga boðið því starfsfólk sínu sem er í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur að sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Einnig getur félagsfólk Kjalar stéttarfélags (FosVest) sótt námskeiðið frítt.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna rétt til endurgreiðslu námskeiðsgjalda hjá sínu stéttarfélagi.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning