Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Excel - grunnur

Febrúar 2022

Námskeið er sett upp fyrir starfsfólk Bolungarvíkurkaupstaðar en opið öllum.

Námskeið fyrir þá sem hafa litla reynslu af excel. Farið verður í grunatriði við meðhöndlun talna og útreikning, algeng föll sem einfalda útreikninga og notkun lista sem gagnagrunn í excel. Einnig farið í mótun útlits skjala, en áherslur á námskeiðinu taka mið af óskum og þörfum þátttakenda.

Eftir námskeið eiga nemendur að: geta nýtt sér grundatriði í töflureikni í einföldum útreikningi, þekkja nokkur algeng föll í töflureikni og geta unnið með þau, geta sett upp og unnið með einföld gögn hvort sem það eru nafnalistar eða töluleg gögn, reiknað út samtölur, eða heildarfjölda, fundið meðaltöl, hæsta og lægsta gildi, sett upp einfalt graf, súlurit, línurit eða skífurit.

Kennari: Svavar Þór Guðmundsson.
Lengd:
8 klukkustundir (4 skipti, tveir tímar í senn).
Tími: Miðvikudaga og fimmtudaga16., 17., 23. og 24. febrúar. Kl 8:00-10:00.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 21.500 kr. Fræðslusjóðurinn Sveitamennt greiðir fyrir það starfsfólk sveitarfélagsins sem er í Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur.
Fyrir hverja: Ætlað þeim sem hafa ekki mikinn grunn í excel. Lágmarksfjöldi: 10.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin fartölvu, með  Excel 2019 eða 2016.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning