Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnmennt

Haust 2021 - þegar næg þátttaka fæst

Grunnmennt er almennur bóklegur undirbúningur og ætlað fólki, 18 ára og eldri, sem vill styrkja sig í kjarnagreinunum (íslensku, stærðfræði, ensku) og undirbúa sig undir frekara nám.  Í náminu er auk þess lögð áhersla á mikilvæga námsþætti fyrir daglegt líf og störf, svo sem námstækni, sjálfstyrkingu, samskipti og tölvu- og upplýsingatækni. Námið hentar vel fólki sem er með stutta formlega skólagöngu, ekki verið lengi í námi, vill fara rólega af stað og fá góðan stuðning, hvatningu og leiðsögn frá upphafi. Þátttakendur fá einstaklingsráðgjöf og stuðning á námstímanum.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða er í samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði sem metur námið til eininga á móti áföngum í bóknámi eða sem val. Námið er á 1. þrepi og getur í heild svarað til allt að 24 framhaldsskólaeiningum. Námið getur einnig verið hluti af þeim almennu bóklegu greinum sem krafist er í iðnámi, tækninámi og Fisktækniskóla Íslands. 

Námið skiptist á tvær annir og er kennt tvisvar til þrisvar í viku utan hefðbundins vinnutíma.


Til þess að ljúka námi þurfa nemendur að vera með a.m.k. 80% mæting, virka þátttöku og skila verkefnum.
Umsjónarmaður námsins er Helga Konráðsdóttir náms- og starfsráðgjafi, helga@frmst.is sem gefur allar nánari upplýsingar. Skráning hér fyrir neðan eða í síma 456 5025 / 571 5056.

Heildarverð: 141.000 kr. (með fyrirvara um breytingar).  Velkomið er að semja um að skipta greiðslum eftir þörfum.
Minnum væntanlega þátttakendur á að kynna sér stuðning stéttafélaga og starfsmenntasjóða til greiðslu þátttökugjalda.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning