Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Indversk matargerð - Patreksfjörður

12. og 13. maí 2024

ATH námskeiðið mánudaginn 13. er orðið fullt en nokkur pláss eru laus sunnudaginn 12. maí.

Á námskeiðinu mun Shayan Pandole kenna einföld atriði í indverskri matargerð.

Farið verður í val og meðhöndlun á hráefni, kryddnotkun, meðlæti, og matreiðsluaðferðir. Þátttakendur elda sjálfir með hennar aðstoð og njóta matarins á eftir.

Markmiðið er að geta síðan sjálfur eldað indverskan rétt og boðið öðrum að njóta með sér. Shayan leggur áherslu á sameiginlegu upplifunina sem fæst með því að deila mat með öðrum og njóta þess að borða og tala saman. Hún fer árlega á heimaslóðir til að sækja sér innblástur fyrir matreiðsluna á Ísafirði.

Shayan er fædd og uppalin á Indlandi og bjó síðar í Bandaríkjunum þar sem hún lærði veitingastjórnun. Þar kynntist hún íslenska manninum sínum og flutti með honum til Ísafjarðar. Í hennar fjölskyldu er matur mjög mikilvægur hluti af lífinu og einnig í tengdafjölskyldu hennar, sem rekur Tjöruhúsið. Undanfarin misseri hefur Shayan fært matarmenningu sína til Íslands með því að  elda indverska rétti í Tjöruhúsinu  á Ísafirði.

ATH að námskeiðið fer að mestu fram á ensku.

Tími: Tveir tímar í boði, sun. 12. maí kl. 17-19:30 eða mán. 13. maí kl. 17-19:30. 
Staður: Félagsheimilið á Patreksfirði.
Verð: 14.500 kr. Efniskostnaður innifalinn. 

Stéttarfélögin Verk Vest, Kjölur og Sameyki greiða að fullu þátttökugjald fyrir sitt félagafólk og getur það því sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Fræðslumiðstöðin hvetur aðra þátttakendur til að kanna með endurgreiðslu námskeiðsgjalds hjá sínu félagi.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning