Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Líf og heilsa - lífsstílsþjálfun

Haustönn 2022

Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda. Námið hentar fólki sem vill bæta eigin heilsu. Það er fyrst og fremst hugsað sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról eða sykursýki af gerð tvö.

Markmið námsins er að auka þekkingu námsmanna á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu

Þátttakendum er boðið upp á heilsufarsmælingar og þátttöku í rafrænni könnun á líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum heilbrigðis, þessi þáttur er í samvinnu við SÍBS.

Lífsstílsþjálfunin nær yfir 10 mánaða tímabil og hefst haustið 2022.

Námið er 300 kennslustundir þar sem um er að ræða leiðsögn leiðbeinenda annars vegar og sjálfsstætt nám þátttakenda hins vegar. Námið er óháð staðsetningu.

Meta má námið á móti allt að 15 einingum í framhaldsskóla, ath það er þó alltaf mat viðkomandi skóla.

Markhópur: Námið er ætlaði fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldra en 18 ára sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Námið er niðurgreitt af Fræðslusjóði og kennt samkvæmt námskrá vottaðari af Menntamálastofnun.

Kennarar: Salóme Elín Ingólfsdóttir.
Tími: Kennt einu sinni í viku kl 19:00-20:30 í 7 vikur hvora önn.
Lengd: 30 klukkustundir í fjarkennslu auk þess eftirfylgni og stuðningur.
Staður: Fjarkennt.
Verð:: 23.000 kr. 
Námsmat: 80% mæting og virk þátttaka.

Minnum á að hægt er að sækja um styrki vegna skólagjalda til fræðslusjóða stéttarfélaga. 

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning