Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Málaðu þitt eigið

Vorönn 2022

Þátttakendur koma með eigin smáhlut og fá leiðsögn um undirbúning áður en málað er, svo verður málað í einum lit með Milk paint eða Fusion og vörn sett yfir ef þörf er á.

Tilvalið námskeið fyrir þá sem eru að byrja/eða hafa mætt á grunnnámskeið en vantar að koma sér í gang, nota þær aðferðir sem kenndar hafa verið og byrja að mála.

Athugið að hluturinn sem á að mála þarf að vera nógu lítill til að hægt sé að koma með hann á staðinn, taki ekki of mikið pláss og hægt sé að klára hann á námskeiðinu, t.d. hliðarborð, kollur, myndarammi, kertastjaki, vegghilla eða álíka. Helst að hann sé úr tré eða málaður/lakkaður áður (ekki plasthúð eða álíka, það þarf lengri tíma).
Innifalið í námskeiðinu er fræðsla og aðstoð, áhöldin, val um einn lit og vörn.

Kennari: Kristín Sæmundsdóttir hjá Svo margt fallegt.
Tími: Vorönn 2022, nánari tímasetning auglýst síðar.
Lengd: 3 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 14.500 kr.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning