Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Microsoft Teams grunnur (fjarkennt)

30. september 2024.

Gott námskeið fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun á Microsoft 365 eða vilja ná betri tökum á grunnþáttum í notkun þess.

Microsoft Teams er góð leið til að halda utan um samskipti innan skipulagsheilda og eða innan verkefna. Með því má deila gögnum, taka fjarfundi, eiga í léttu spjalli (e. chat) við samstarfsaðila og margt fleira. Með Teams má setja upp teymi fyrir hverja deild eða svið. Innan hvers teymis má svo setja upp rásir er endurspeglar skipulag eða umræðu í kringum ákveðin verkefni. Rásir geyma samskipti, gögn og annað en þar má líka bóka fundi, vera með hópspjall og setja á tengingar við önnur kerfi / lausnir.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvað Microsoft Teams er, hvernig það virkar, hvað eru hópar og rásir, hvað er hægt að gera er kemur að samskiptum, samvinnu, aðgengi gagna og fleira.

Yfirferð:
- Hvað er Teams og hvað býður það uppá?
- Hvaða teymi á að stofna?
- Hvað eru rásir?
- Hvernig fer samvinna fram innan teyma?
- Umhverfi Teams (PC, MAC, veflægt) – Er munur á?
- Stjórnun á teymum innan notendastiku
- Notendur, réttindi - hvað má?
- Aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams
- Hvað er spjall og hvernig er hægt að nota það?
- Dagatal og bókun funda.

ATH: Þátttakendur þurfa að hafa Teams aðgang uppsettan áður en að námskeið hefst.

Kennari: Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari.
Tími: 30. september 2024 kl. 9-12.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 23.000 kr.

Vakin er athygli á að með samningi við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt geta stofnanir ríkis og sveitarfélaga boðið því starfsfólk sínu sem er í Verk Vest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur að sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna rétt til endurgreiðslu námskeiðsgjalda hjá sínu stéttarfélagi.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning