Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Microsoft Teams og OneDrive - grunnur

Haldið 19. október 2022.

Gott námskeið fyrir þau sem eru að stíga sín fyrstu skref í notkun á Microsoft 365 eða vilja ná betri tökum á grunnþáttum í notkun þess.

Microsoft Teams, ásamt öðrum Microsoft 365 (M365) afurðum, hefur verið innleitt hjá fjölda fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga enda frábær lausn til að halda utan um samskipti innan deilda eða sviða, verkefna, deila gögnum, taka fjarfundi,  létt spjall (e. chat) og margt fleira.

Á þessu námskeiði er farið yfir bæði Teams og OneDrive frá Microsoft.  Byrjað er að fara yfir OneDrive en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

OneDrive
Með OneDrive gefst tækifæri að geyma gögn miðlægt, deila þeim með öðrum og nýta sér útgáfustjórnun. Á námskeiðinu er farið yfir hvað OneDrive er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að deilingu gagna, samvinnu og fleira.
Yfirferð:
- OneDrive vs. OneDrive 4Bussiness – Hver er munurinn?
- Hvað býður OneDrive upp á?
- Vistun á gögnum í OneDrive.
- Samvinna á gögnum í rauntíma.
- Deiling á gögnum frá OneDrive.
- Aðgangur að gögnum frá mismunandi tækjum.
- Afritun, endurheimtur og skjalastýring.

Teams
Microsoft Teams er teymi fyrir einstaklinga sem saman mynda hóp er vinna saman, deila gögnum og eða vilja eiga samskipti sín á milli í gegnum spjallborð svo eitthvað sé nefnt. Á námskeiðinu er farið yfir hvað Teams er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að samskiptum, samvinnu, aðgengi gagna og fleira.

Yfirferð:
- Hvað er Teams og hvað býður það uppá?
- Umhverfi Teams (PC, MAC, veflægt) – Er munur á?
- Hvernig á að stofna hópa og rásir
- OneDrive og SharePoint – geymslusvæði.
- Aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams
- Munur á opnum hópum og lokuðum.

ATH: Þátttakendur þurfa að hafa Teams aðgang uppsettan áður en að námskeið hefst.

Kennari: Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari.
Tími: Kennt miðvikudaginn 19. október kl. 9-12.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 23.900 kr.

Vakin er athygli á að með samningi við starfsmenntasjóðina Sveitamennt og Ríkismennt geta stofnanir ríkis og sveitarfélaga boðið því starfsfólk sínu sem er í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur að sækja námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Einnig getur félagsfólk Kjalar stéttarfélags (FosVest) sótt námskeiðið frítt.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna rétt til endurgreiðslu námskeiðsgjalda hjá sínu stéttarfélagi.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning