Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Móttaka og miðlun

3. október 2023

Námið er ætlað þeim sem eru 18 ára og eldri og hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla. 

Markmið með náminu er að auka hæfni námsmanna við að taka á móti viðskiptavinum og að veita þjónustu og upplýsingar í samræmi við þjónustustefnu fyrirtækja. Í þjónustugreinum er mikilvægt að veita starfsfólki viðeigandi þjálfun til að bregðast við ólíkum væntingum og kröfum viðskiptavina, á faglegan hátt.

Í náminu er fjallað um samskipti og þjónustu, notkun fjölbreyttra aðferða við að miðla upplýsingum, svo sem gegnum samskiptamiðla og tölvupóst. Einnig er fjallað um orðspor fyrirtækja og traust viðskiptavina. Náminu er ætlað að styrkja starfshæfni og sjálfstraust þátttakenda ásamt því að koma til móts við þarfir atvinnulífsins.

Námið skiptist í 5 námsþætti:

  • Samskipti
  • Miðlun upplýsinga
  • Þjónusta
  • Trúnaður og orðspor
  • Verkþjálfun

Námið eru 60 klukkustundir í heild sem skiptist í 40 klst. með leiðbeinanda og 20 klst. í heimanám. Námið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu bæði í kennslustundum og utan þeirra. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins með stuðningi Fræðslusjóðs.

Kennarar: Ýmsir.
Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-20. 
Staður: Fjarkennt.
Verð: 16.000 kr.
Námsmat: Til að ljúka námi með fullnægjandi hætti þarf að minnsta kosti 80% tímasókn og virka þátttöku.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning