Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Öflug liðsheild og jákvæð vinnustaðarmenning

6. desember 2022

Námskeið fyrir starfsfólk Ísafjarðarbæjar. 

Öflug liðsheild , traust á vinnustað og jákvæð vinnustaðarmenning þar sem allir taka ábyrgð á eigin hegðun og frammistöðu eru grunnforsendur þess að vinnustaðir nái settu marki. Góð samskipti, árangursrík hegðun og góð frammistaða skipta þar lykilmáli. Samt er stundum eins og eitthvað sé að hindra okkur þegar kemur að vinnustaðarmenningu og árangri og ein hindrun á vinnustöðum getur falist í meðvirknimynstrum sem hafa skapast.

Á námskeiðinu skoðum við hvernig þetta spilar allt saman og kíkjum einnig á hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi. Kynntar eru til leiks einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að ryðja hindrunum úr vegi og byggja upp enn betri vinnustað þar hver og einn fær notið sín. Þátttakendur eru leiddir áfram í því verkefni að líta inn á við og setja sjálfa sig í samhengi við starf sitt, árangur, öflugri liðsheild og enn betri vinnustaðarmenningu.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Sigríður Indriðadóttir. Hún er með meistaragráðu í mannauðsfræðum og stjórnendamarkþjálfi. Hún býr yfir áralangri reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar og hefur m.a. starfað sem forstöðumaður mannauðsmála.

ATH. Fyrir ykkur sem hafið áhuga en getið ekki mætt á námskeðið í rauntíma þá verður það tekið upp og aðgengilegt að því loknu, fyrir skráða þátttakendur, í þrjá sólahringa eða til 9. desember. Upptakan er á inna.is þar sem þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Tími: Þriðjudagur 6. desember kl. 10-12.
Lengd: 2 klukkustundir.
Kennslustaður: Fjarkennt í Zoom (upptaka aðgengileg í þrjá daga).
Verð: 25.500 kr.
Fyrir hverja: Opið öllu starfsfólki Ísafjarðarbæjar.

Námskeiðið er frítt fyrir þau sem eru í VerkVest eða FosVest. Bendum öðru stafsfólki á að leita eftir endurgreiðslu frá starfsmenntasjóðum sinna stéttarfélaga.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning