Persónuleg fjármál (fjarkennt)
15. október 2024
Á námskeiðinu verður rætt um ýmsar hliðar persónulegra fjármála, frá skuldum og eignum að daglegum útgjöldum og undirbúningi fyrir kostnaðarsöm tímabil á lífsleiðinni.
Sérstök áhersla verður lögð á færni við að haga fjármálum eftir aðstæðum hverju sinni, bregðast við breytingum og fylgjast með þróun í efnahagslífinu. Gefnar verða gagnlegar ábendingar varðandi lántöku, sparnað og uppbyggingu lífeyris svo eitthvað sé nefnt.
Meðal þeirra spurninga sem svarað verður eru:
- Hvernig næ ég bestum árangri í bæði skammtíma- og langtímasparnaði?
- Hvernig veit ég hvaða lánsform hentar mér best?
- Hvaða áhrif hafa breytingar í efnahagslífinu á fjármálin mín?
- Hvernig get ég best varið mig fyrir verðbólgu og háum vöxtum?
- Get ég bætt stöðu mína á efri árum?
Leiðbeinandi á námskeiðinu er Björn Berg Gunnarsson, en hann hefur langa reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Björn starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði.
Tími: Þriðjudagur 15. október 2024 kl. 17:00-19:00.
Staður: Fjarkennt
Verð: 19.900 kr.
Athugið að aðilar í stéttarfélögunum Kjölur, Sameyki og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungarvíkur geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu í boði síns félags.
Námskeiðið eru öllum opið og Fræðslumiðstöðin hvetur aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt til endurgreiðslu þátttökugjalds hjá sínu félagi.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|