Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skipulag og tímastjórnun

19. janúar 2022

Námskeið fyrir starfsfólk Ísafjarðarbæjar.

Á námskeiðinu fá þátttakendur innsýn í hvernig þeir verja tíma sínum í dag og læra að forgangsraða verkefnum. Farið er í mikilvægi þess að skapa tíma fyrir mikilvægustu verkefnin með góðri skipulagningu og takast á við truflanir af ýmsum toga, eins og símtöl og tölvupóstinn. Tekin eru fyrir atriði eins og algengir tímaþjófar, frestun, skipulagning og áætlanagerð, fundir og fundarstjórn, að segja nei, jákvætt hugarfar og sjálfsstjórn.

ATH. Fyrir ykkur sem hafið áhuga en getið ekki mætt á námskeðið í rauntíma þá verður það tekið upp og aðgengilegt að því loknu, fyrir skráða þátttakendur, í tvo sólahringa eða til kl 12:00 þann 21. janúar. Upptakan er á inna.is þar sem þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun.
Tími: Miðvikudagur 19. janúar kl. 9:00-12:00.
Lengd: 3 klukkutímar.
Kennslustaður: Fjarkennt.
Verð: 18.500 kr.
Fyrir hverja: Opið öllum starfsmönnum.

Námskeiðið er frítt fyrir þau sem eru í VerkVest eða FosVest. Bendum öðru stafsfólki á að leita eftir endurgreiðslu frá starfsmenntasjóðum sinna stéttarfélaga.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning