Skyndihjálp og sálrænn stuðningur
Haustönn 2022
Ath. þetta er valnámskeið.
Farið í gegnum fjögur skref skyndihjálpar, útdeilingu verkefna á slysstað og aðferðir við að halda utan um stærri hópa. Farið í hugmyndfræði sálræns stuðnings, hvernig á að meta hverjir þurfa á honum að halda og hvernig hægt sé að leiðbeina um áframhaldandi stuðning. Farið í innihald sjúkrakassa í bifreiðum og hvað annað þarf að vera til taks í bifreiðum m.t.t. skyndihjálpar.
Námskeiðið er hluti af endurmenntun atvinnubílstjóra með ökuréttindi í flokkum C1, C, D1 og D en atvinnubílstjórum í vöruflutningum og farþegaflutningum í atvinnuskyni er gert að sækja 35 kennslustunda endurmenntun á fimm ára fresti. Til þess að ljúka endurmenntuninni þurfa bílstjórar að ljúka þremur kjarnanámskeiðum; Vistakstur - örygig í akstri, Umferðaröryggi og Lög og reglur. Auk þess þarf að klára annað hvort námskeið um farþegaflutninga eða vöruflutninga og eitt val námskeið, til dæmis skyndihjálp.
Þú getur skoðað stöðu þína í endurmenntun hér
Kennari: Auður Ólafsdóttir.
Tími: Tvö virk kvöld kl. 18-21:30 hvorn dag.
Lengd: 7 kennslustundir
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Ísafirði.
Verð: 18.600 kr. Minnum á að flest stéttarfélög endurgreiða hluta þátttökugjalds.
Til þess að ljúka námskeiðinu með fullnægjandi hætti þar að sitja alla tíma þess.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|