Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Smáskipanám

Vor 2022

Löng hefð er fyrir smáskipanámi og vélgæslunámi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Í kjölfar reglugerðabreytinga hefur námið verið enduskoðað og lengt og miðast réttindi nú við skip undir 15 metra. Fræðslumiðstöðin bíður nú eftir leyfi frá Samgöngustofu til að kenna endurskoðaða námið og tilbúin að fara af stað þegar það liggur fyrir.

Þau sem hafa áhuga á að taka þátt í náminu eru hvött til að skrá sig hér fyrir neðan þannig að starfsfólk Fræðslumiðstöðvarinnar getir sent nánari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir. Skráning er án allra skuldbindinga. 

Námið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnu­skír­teini til að starfa sem skip­stjóri á smá­skipum allt að 15m lengd í strand­sigl­ingum.

Gert er ráð fyrir að námið verði í formi dreifnáms þar sem nemendur mæti í staðlotur í nokkur sikipt en vinni heimaverkefni á milli lota. Námið sam­svarar 18 ein­inga námi í fram­halds­skóla (rúm­lega hálfri önn). Því má gera ráð fyrir að um 330-430 klst fari í námið sam­kvæmt viðmiði fyrir fram­halds­skóla­nem­endur (etv. eitthvað styttri tími fyrir eldri nem­endur).

Innihald kennslu

Samkvæmt námskrá verða námsþættir:

 • alþjóðasiglingareglur
 • hönnun skipa og stöðugleiki
 • ROC-fjarskiptaréttindi
 • grunnatriði í siglingafræði
 • grunnþjálfun í siglingahermi (samlíki)
 • viðhald og umhirða vélbúnaðar í skipum.

Einkunina 6.0 þarf til þess að standast hvern prófþátt.

Aðrir námsþættir eru:

 • fiskveiðar, aflameðferð og verkunaraðferðir- undirstöðuatriði
 • skipverjar, réttindi og skyldur, lögskráning
 • skráning, eftirlit, tryggingar og tjón á skipum
 • varnir gegn mengun sjávar
 • veður og sjólag við strandsiglingar
 • alþjóðasiglingareglur- beiting skipa við erfiðar aðstæður
 • breytingar á stöðugleika smáskipa, stöðugleikagögn
 • siglingatæki– siglingatölvur og tengd tæki

Hægt er að skoða nánari lýsingar á einstökum námsþáttum á námskrá.is

Útgáfa atvinnuskírteinis

Til þess aða fá útgefið atvinnuskírteini að loknu

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning