Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Spænska fyrir byrjendur

6. nóvember 2024

Byrjendanámskeið í spænsku þar sem aðaláhersla verður lögð á að geta bjargað sér í málinu og tekið þátt í léttum samræðum. Námskeiðið verður frjálslegt og skemmtilegt þar sem nemendur læra helstu grunnatriði í málinu í gegnum samtöl, æfingar og leiki.

Kennara á námskeiðinu eru Birta Ósmann Þórhallsdóttir og Alejandra De Avila. Birta er þýðandi úr spænsku og bjó í Mexíkó. Hún er menntuð í myndlist og ritlist og vinnur að því samhliða þýðingum. Alejandra er fædd í Mexikó og hefur spænsku að móðurmáli.  Hún er menntaður kennari í tónlistar- og hreyfifræðslu og hefur bakgrunn í tónlist og leikhúsi. Alejandra hefur líka starfað sem kennari við Listaháskóla Íslands.

Tími: Mið. og fös. kl. 17:30-19:00. Hefst 6. nóvember.
Lengd: 16 klukkustundir (11 skipti).
Staður: Patreksfjörður
Verð: 36.000 kr. 

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu. 

Athugið að aðilar í stéttarfélaginu Sameyki geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu í boði síns félags.

Námskeiðið eru öllum opið og Fræðslumiðstöðin hvetur aðila í öðrum stéttarfélögum að kanna rétt til endurgreiðslu þátttökugjalds hjá sínu félagi.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning