Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sterkari starfskraftur (fjarkennt)

23. september 2024

Námið Sterkari starfskraftur er byggt upp með það í huga að efla þekkingu og hæfni þeirra sem eru á vinnumarkaði þar sem sérstaklega er lögð áhersla á að auka hæfni til starfa við almenn skrifstofustörf, skráningar og upplýsingagjöf.

Markmiðið er að auka þekkingu og leikni þátttakenda til að takast á við örar breytingar í atvinnulífinu samfara fjórðu iðnbyltingunni og auka færni sína í upplýsingatækni. Einnig lögð áhersla á að efla frumkvæði og skapandi hugsun við lausn verkefna.

Í náminu er lögð áhersla á að efla einstaklinginn með því að þjálfa jákvæð samskipti, aðlögunarhæfni, markmiðasetningu og efla ábyrgð einstaklings á eigin þróun, heilsu og vellíðan. Notkun helstu forrita, skýjalausna og snjalltækja er þjálfuð og fjallað um upplýsingalæsi, netöryggi og meðferð upplýsinga. Fjallað er um siðferði og samskiptareglur á netinu sem og sjálfbærni og umhverfisvitund. Lögð áhersla á að efla frumkvæði og skapandi hugsun við lausn verkefna. Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við örar breytingar í atvinnulífinu samfara fjórðu iðnbyltingunni og auka færni sína í upplýsingatækni. Námið er 160 klukkustundir að lengd, sem meta má til allt að 8 eininga á framhaldsskólastigi.

Námsþættirnir er eftirfarandi:

  • Sjálfsstyrking og starfsþróun: samskipti – samvinna - starfsþróun
  • Umhverfi og menning: samskipti og vinnusiðferði
  • Lausnaleit og skapandi nálgun: sköpun – frumkvæði
  • Tölvunotkunn: reikni- og ritvinnsluforrit – tölvupóstur – samskiptaforrit - skýjalausnir
  • Notkun og framsetning upplýsinga: söfnun og úrvinnsla
  • Öflug liðsheild: að vinna undir álagi – vellíðan

Kennarar: Ýmsir.
Tími: Kennt á virkum dögum kl. 9-12. Hefst mánudaginn 23. september og lýkur 15. nóvember. 
Staður: Fjarkennt.
Verð: 52.000 kr.
Námsmat: Til að ljúka námi með fullnægjandi hætti þarf að minnsta kosti 80% tímasókn og virka þátttöku.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning