Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Stjórnun álags og streitu

16. febrúar 2022

Námskeið fyrir starfsfólk Ísafjarðarbæjar. 

Á námskeiðinu greina þátttakendur eigin streituviðbrögð og streituþol. Fyrsta skrefið við að ná tökum á streitu er að þekkja eigin streituviðbrögð og vita hversu mikið álag við þolum. Síðan er farið í markvissar aðferðir til að stjórna og meðhöndla streitu og álagi. Fjallað er um mismunandi einkenni streitu, ástæður streitu, streituþol, tengsl hugsana og hegðunar og að takast á við mótlæti.

ATH. Fyrir ykkur sem hafið áhuga en getið ekki mætt á námskeðið í rauntíma þá verður það tekið upp og aðgengilegt að því loknu, fyrir skráða þátttakendur, í tvo sólahringa eða til kl 12:00 þann 18. febrúar. Upptakan er á inna.is þar sem þarf að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða íslykli.

Leiðbeinandi: Ingrid Kuhlman, ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. 
Tími: Miðvikudagur 16. febrúar kl. 9:00-12:00.
Lengd: 3 klukkutímar.
Kennslustaður: Fjarkennt.
Verð: 18.500 kr.
Fyrir hverja: Opið öllum starfsmönnum.

Námskeiðið er frítt fyrir þau sem eru í VerkVest eða FosVest. Bendum öðru stafsfólki á að leita eftir endurgreiðslu frá starfsmenntasjóðum sinna stéttarfélaga.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning