Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Stökkpallur

17. október 2023

Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldri en 18 ára sem ekki hefur lokið framhaldsslóla.

Tilgangur námsins er að virkja nemendur til þátttöku í atvinnulífi eða til áframhaldandi náms, auðvelda þeim að takast á við verkefni sem þeim eru falin á vinnustað eða hjá fræðsluaðila og stuðla þannig að jákvæðu viðhorfi til vinnumarkaðar og áframhaldandi náms.

Í náminu er lögð áhersla á að byggja upp samskiptafærni, efla sjálfstraust og þjálfa námsmenn til atvinnuþátttöku í mismunandi starfsumhverfi og til áframhaldandi náms.

Námsmenn vinna markvisst að eigin færniuppbyggingu með markmiðasetningu, þjálfun í samskiptum og tjáningu, auknu fjármálalæsi, skipulögðum vinnubrögðum við upplýsingaleit og aukinni hæfni til að taka þátt í námi og starfi. Markmið námsins er að auka starfshæfni námsmanna og gera þá meðvitaðri um eigin styrkleika.

Námið skiptist í 4 námsþætti:

  • Markmiðasetning og sjálfsefling
  • Samskipti og samstarf
  • Vinnuumhverfi
  • Vinnustaðakynningar og almenn starfshæfni

Námið samanstendur af bóklegum og verklegum þáttum þar sem tengsl við vinnustaði eru mikilvæg til að þjálfa verklag og styrkja tengsl námsmanna við atvinnulífið. Kennt er samkvæmt námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins með stuðningi Fræðslusjóðs.

Tími: Kennt alla virka daga kl. 08:15-11:30. Hefst 17. október og lýkur í janúar 2024.
Lengd: 180 klukkustundir.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 71.000. kr.  

Til þess að ljúka náminu með fullnægjandi hætti þarf 80% mætingu og virka þátttöku. 

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning