Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum

Haust 2023 - vor 2024

ATH. Hvetjum áhugasama til að skrá sig hér að neðan, þeir sem eru skráðir fá upplýsingar um námið þegar nær dregur.  Skráning er ekki skuldbinding en 1. ágúst ætti að liggja fyrir hvort næg þátttaka verður til að hefja nám í september. 

Fræðslumiðstöð Vestfjarða mun kenna svæðisleiðsögunám á Vestfjörðum í samvinnu við Leiðsöguskólan Íslands sem einnig fer með faglega ábyrgð á náminu. Námið er alls 23 einingar, fjarnám og staðnám í helgarlotum og  verður kennt á tveimur önnum. Námið er matshæft inn í Leiðsöguskóla MK. Námið byggir á námskrá fyrir leiðsögunám sem gefin var út af Menntamálaráðuneytinu árið 2004.

Að náminu koma fjölmargir kennara, leiðsögumenn, ferðaþjónustuaðilar og annað fagfólk.

Markmið leiðsögunáms er að búa nemendur undir að fylgja ferðamönnum um Vestfirði. Leiðsögunám miðar að því að þjálfa færni og hæfni nemenda til þess að standast kröfur ferðaþjónustunnar hverju sinni um áreiðanleika og fagleg vinnubrögð. Þetta nám veitir nemendum sérmenntun á sviði leiðsagnar um Vestfirði.

Nám í svæðisleiðsögn er víðfermt og fjölbreytt. Fjallað er um jarðfræði Íslands, sögu og menningu, gróður, dýralíf, atvinnuvegi, íslenskt samfélag, bókmenntir og listir. Nemendur eru fræddir um helstu ferðamannastaði á Vestfjörðum, ferðamannaleiðir, náttúruvernd, umhverfismál og leiðsögutækni. Fyrirlesarar og kennarar eru allir sérfróðir um einstaka málaflokka.

Skipulag náms

Námið er 22 einingar og skiptist niður á tvær annir, haustönn 2023, vorönn 2024. Áætlað er að kennsla hefjist í september 2023 og ljúki í maí 2024. Gert er ráð fyrir 4-5 staðlotum um helgar á tímabilinu víðsvegar um Vestfirði auk prófalotu í lokin á Ísafirði og er skyldumæting í þær lotur. Fyrirlestrar verða á ákveðnum tíma samkvæmt stundaskrá en auk þess verða upptökur aðgengilegar á  námsvef. Gert er ráð fyrir að kennslan fari fram utan hefðbundins dagvinnuvinnutíma þ.e. seinni part dags eða á kvöldin u.þ.b. 2 sinnum í viku. Í gegnum námsvef verður einnig verkefnavinna og próf. Námið fer fram á íslensku fyrir utan að nemendur geta valið ensku eða annað tungumál ef næg þátttaka fæst og fá þá þjálfun í leiðsögn á því máli.  

Kjarnagreinar    
Atvinnuvegir ATV101 1 ein
Bókmenntir og listir BOL102 2 ein
Dýralíf DÝR101 1 ein
Ferðaþjónusta FEÞ101 1 ein
Gróður - náttúruvernd GRN101 1 ein
Íslenska samfélagið ÍSA101 1 ein
Jarðfræði JAR102 2 ein
Leiðsögutækni - samskipti LES102 2 ein
Íslandssaga SAG101 1 ein
Skyndihjálp SKY101 1 ein
Tungumálanotkun I TMN102/112 2 ein
Vettvangsnám VEV102 2 ein
Samtals í kjarna   17 ein
Almenn leiðsögn    
Svæðalýsingar SVÆ135 5 ein
Samtals einingar   22

Námsmat

Námsmatið byggir á skriflegum og/eða munnlegum verkefnum og prófum. Nemendur þurfa að fá a.m.k. sjö af tíu í einkunn í öllum greinum. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti í allar staðlotur.

Inntökuskilyrði

Umsækjendur þurfa að vera orðnir 21 árs við upphaf námsins. Þeir skulu hafa stúdentspróf eða sambærilegt nám, ásamt því að hafa gott vald á einu erlendu tungumáli og íslensku. Þeir nemendur sem velja ensku eða annað erlent tungumál þurfa að standast munnlegt inntökupróf áður en námið hefst.  

Áætlað er að inntökupróf í tungumálum fari fram í september 2023.

Vakin er sérstök athygli á því að þeir sem áður hafa lokið hluta af Svæðisleiðsögunámi geta setið staka áfanga og lokið náminu. Starfandi leiðsögumönnum sem hafa hug á endurmenntun býðst einnig að sitja staka áfanga.

Kostnaður

Svæðisleiðsögunámið kostar kr. 365.000 eða kr. 182.500 á önn. Kostnaður vegna vettvangsferða í staðlotum er innifalinn en nemendur greiða sjálfir fyrir ferðir, gistingu og mat í staðlotum.

Væntanlegum þátttakendum er bent á að kanna rétt sinn til endurgreiðslu hjá starfsmenntasjóðum.

Í hnotskurn

Kennarar: Ýmsir
Umsjónarmaður: Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Andrea Gylfadóttir.
Tími: september 2023 – maí 2024.
Fjöldi eininga: 23.
Fjöldi kennslustunda: 276.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða – fjarnám og helgarlotur.
Verð: 365.000 eða kr. 182.500 á önn.
Nánari upplýsingar: sími 456-5025.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning