Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sveppir og sveppatínsla

Haldið 23. ágúst 2021.

Námskeiðið hentar öllum sem vilja fræðast um sveppi sem finna má í nærumhverfinu og henta í matargerð. Farið verður út í skóglendi til að skoða, greina og tína sveppi. Kennt verður að hreinsa sveppi og fjallað um helstu geymsluaðferðir.

Mæting er við brúna yfir Buná í Tunguskógi. Þátttakendur þurfa að taka með sér körfu/ílát til að tína í, heppilegan hníf fyrir hreinsun og ílát fyrir uppskeruna til að taka með heim.

Leiðbeinandi: Anna Lóa Guðmundsdóttir.
Tími: Haldið mánudaginn 23. ágúst kl. 17-19.
Lengd: 2 klukkustundir.
Staður: Mæting við brúna yfir Buná í Tunguskógi.
Verð: 8.000 kr.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning