Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Tölvunámskeið – spjaldtölvur og farsímar

September/október 2022

Námskeið fyrir 60 ára og eldri þar sem kennt verður á snjalltæki s.s. spjaldtölvur og snjallsíma. Námskeiðið er miðað að þeim sem hafa takmarkaða reynslu af notkun snjalltækja. Mælt er með því að nemendur komi með sín eigin tæki á námskeiðið.

Markmið námskeiðsins er að efla tölvulæsi á snjalltæki, þ.e. þekkingu og færni í notkun rafrænna skilríkja og vefsíðna sem nauðsynlegt er að geta nýtt, s.s. heimabanka, netverslun, samfélagsmiðla, efnisveitur og notkun á tölvupóstum og öðrum rafrænum samskiptum:

Námsþættir:

  • Rafræn skilríki og síður sem flestir þurfa að geta sótt ( heilsuvera.is, skattur.is, o.fl.)
  • Heimabanki og netverslun ( millifærslur í heimabanka, reikningar, bókanir og pantanir á netinu með kreditkorti)
  • Samfélagsmiðlar og efnisveitur ( Facebook, Netflix, o.fl.)
  • Tölvupóstar og rafræn samskipti (Google)

Kennslan verður einstaklingsmiðuð og því sniðin að þörfum hvers og eins en almenn atriði kynnt að hluta til fyrir alla á sama tíma.

Námskeiðið er í boði á eftirtöldum stöðum:

  • Bolungarvík - mán. 26. - fim. 29. september kl. 10-12 (Félagsaðstaða eldri borgara).
  • Ísafjörður - mán. 3. - fim. 6. október kl. 10-12 (kennt í Fræðslumiðstöð Vestfjarða).
  • Hólmavík - mán. 10. - fim. 13. október kl. 16-18. NÁMSKEIÐIÐ ER ORÐIÐ FULLT, TEKIÐ ER VIÐ SKRÁNINGUM Á BIÐLISTA.
  • Þingeyri - mán. 10. - fim. 13. október kl. 10-12 (kennt í Blábankanum).

Kennarar: Davíð Rúnar Gunnarsson, Þorbergur Haraldsson o.fl. 
Tími og lengd: Fjögur skipti tvær klukkustundir í senn, samtals 8 klukkustundir.
Verð: Námskeiðið er kostað af félagsmálaráðuneytinu og er því þátttaendum að kostnaðarlausu.

Athugið: Á hverju námskeiði eru pláss fyrir að hámarki 8 þátttakendur, eftir það er tekið við skráningum á biðlista.

Skráning: Hægt er að skrá sig hér fyrir neðan, með því að senda tölvupóst frmst@frmst.is, hringja í síma 456 5025 eða senda okkur skilaboð á Facebook. 

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning