Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Uppleið - nám byggt á hugrænni atferlismeðferð

Námið er ætlað þeim sem eru 18 ára og eldri og hafa ekki lokið námi í framhaldsskóla. Markmið námsins er að auka færni þátttakenda í að takast á við hamlandi líðan með því að nýta sér aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar (HAM) í daglegu lífi. Fjallað verður um þunglyndi og kvíða, markmiðasetningu, breytta hugsun, sjálfsmat og sjálfseflingu og bakslagsvarnir. Námið eru 40 klukkustundir í heild sem skiptist í 24 klst. með leiðbeinanda og 16 klst. í heimanám. Námið byggir á fyrirlestrum, umræðum og verkefnavinnu bæði í kennslustundum og utan þeirra.

Kennarar: Auður Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur og Harpa Guðmundsdóttir, iðjuþjálfi.
Tími: Gert ráð fyrir að kenna tvo daga í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17-19. Hefst þegar næg þátttaka fæst.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 9.000 kr.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning