Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Velferðatækni

Vorönn 2022

Nám í velferðartækni er ætlað fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og starfar eða hefur hug á að starfa við velferðarþjónustu. Námið skiptist í fimm námsþætti og er markmiðið að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi.

Lengd: Námið er 27 klst en að auki er gert ráð fyrir allt að 13 klst í heimavinnu þátttakenda. Námsaðferðir eru aðallega byggðar á hagnýtum viðfangsefnum tengdum velferðartækni.
Tími: Námið verður kennt á vorönn 2022, nánari tímasetning verður auglýst síðar. 
Staður: Fjarkennt
Verð: 15.000 kr. Minnum á stuðning starfsmenntasjóða.

Til þess að ljúka náminu með fullnægjandi hætti þarf sem þátttöku sem samsvarar 80% mætingu og virka þátttöku.

Hópur Dags Tími Staðsetning Verð Skráning