Velferðatækni
30. ágúst 2022
Tilgangur náms í Velferðartækni er að efla þekkingu og auka hæfni þeirra sem starfa eða hafa hug á að starfa við velferðarþjónustu.
Markmiðið er að námsmenn fái aukna þekkingu og leikni til að takast á við tækniþróun í velferðarþjónustu sem snýr að nýsköpun í tækni og nýtist við umönnun, verklega aðstoð, hjálpartæki, skipulag á heimilum, þjálfun, endurhæfingu, sérkennslu og atvinnu með stuðningi.
Námið er 40 klukkustundir og skiptist í fimm námsþætti.
- Velferðarþjónusta og tækni
- Stefnur og starfsumhverfi
- Samskipti, miðlun og gagnvirkni
- Velferðarlausnir
- Starfsþjálfun
Nám í velferðartækni er ætlað fólki sem ekki hefur lokið framhaldsskóla og starfar eða hefur hug á að starfa við velferðarþjónustu.
Lengd: Námið er 40 klst.
Kennarar: Ýmsir
Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga kl. 18-20. Hefst 30. ágúst og lýkur 27. október.
Staður: Fjarkennt
Verð: 15.000 kr. Minnum á stuðning starfsmenntasjóða.
Til þess að ljúka náminu með fullnægjandi hætti þarf sem þátttöku sem samsvarar 80% mætingu og virka þátttöku.
Hópur | Dags | Tími | Staðsetning | Verð | Skráning |
---|