Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sálræn áföll og afleiðingar fyrir heilsufar og líðan

Haldið 21. október 2021.

ATH. námskeiðið var upphaflega auglýst 27. september en hefur verið flutt til 21. október.

Meginviðfangsefni námskeiðsins er sálræn áföll. Áhersla er á forvarnir, einkenni, og afleiðingar sálrænna áfalla. Fjallað er um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni sem geta komið fram og líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar. Skoðaðar eru þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Fjallað er um áhrif sálrænna áfalla á samfélagið og leiðir sem stuðla að skilvirkari og árangursríkari þverfaglegri þjónustu. Skoðað er hvað fellst í áfallamiðaðri nálgun og þjónustu.

Markhópur námskeiðs er almenningur og fagfólk sem starfar með fólki.

Kennari á námskeiðinu er Dr. Sigrún Sigurðardóttir dósent við Háskólann á Akureyri. Hún er með doktorspróf í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og hefur haldið fjölda fyrirlestra um áföll og ofbeldi, afleiðingar þess og úrræði.

Tími: Kennt fimmtudaginn 21. október kl. 13:00-16:00.
Lengd: 3 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 19.500 kr.

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ