Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sálræn áföll úrræði og meðferð

Vorönn 2021.

Námskeiðið átti upphaflega að vera haustið 2020 en var frestað. Það verður haldið þegar aðstæður í samfélaginu verði með þeim hætti að hægt verði að vera með staðkennslu í stofu á þeim tíma

Námskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiðinu Sálræn áföll og afleiðingar fyrir heilsufar og líðan. Einnig byggir það ofan á umfjöllunarefni námskeiðs sem var síðasta haust, Sálræn áföll - áfallamiðuð nálgun og þjónusta.

Áhersla er á viðbrögð og úrræði fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum, með það að markmiði að efla einstaklinga á öllum sviðum. Fjallað erum þær leiðir sem einstaklingar geta valið til úrvinnslu og meðferðar. Greiningar- og úrvinnsluferli eru skoðuð með áherslu á hlutverk fagfólks, skjólstæðinga og aðstandenda. Með því að samþætta þekkingu og reynslu fleiri fagstétta og vísindasviða öðlast nemendur innsýn í heildræna og þverfaglega þekkingu og nálgun.

Markhópur námskeiðs er almenningur og fagfólk innan heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda, löggæslu.

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:
- Kunna skil á þeim mismunandi aðferðum sem beitt er og leiðum sem notaðar eru til úrvinnslu og stuðla að virkri þátttöku einstaklingsins
- Geta rætt hvaða áhrif og afleiðingar sálræn áföll og ofbeldi geta haft á heilsufar og líðan og vita hvert skal vísa einstaklingum með slíka reynslu til markvissrar úrvinnslu,
- Þekkja helstu leiðir í þverfaglegri samvinnu mismunandi fagstétta, ásamt skjólstæðinga og aðstandenda

Kennari: Dr. Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur.
Tími: Kennt einn eftirmiðdag þegar sóttvarnaraðgerðir leyfa kennslu í stofu.
Lengd: 3 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 17.500 kr. (15.000 kr. fyrir þá sem einnig sóttu námskeiðið
Sálræn áföll og afleiðingar fyrir heilsufar og líðan).

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ