Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skipuleggðu vinnudaginn með aðferðum LEA

Haldið 4. maí 2021

Viltu læra leiðir til að stytta vinnuvikuna en ná að koma meiru í verk á sama tíma?

Með aðferðum Lean getum við lært að skipuleggja vinnudaginn betur og stýra áreiti. Með því getum við forgangsraðað betur, komið meiru í verk og lokið deginum ánægð með afrakstur dagsins.

Helstu efnistök námskeiðsins:
- Helstu orsakaþætti of mikils álags
- Aðferðir hvernig hægt er að gera vinnudaginn afkastameiri
- Hvernig við getum gert tölvupóstvinnslu skilvirkari
- Aðferðir til að bæta skipulag
- Aðferðir til að bæta verkefnastýringu og samvinnu þegar hluti starfsfólks vinnur ekki á sama stað
- Sýnd eru dæmi frá fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa notað þessar aðferðir til að stórbæta eigin starfsemi.

Markmið námskeiðsins: Að eftir námskeiðið hafi starfsfólkið öðlast þekkingu til að stýra vinnuálagi betur og hafi lært aðferðir til að koma meiru í verk á vinnudeginum.

Kennarar: Guðmundur Ingi Þorsteinsson verkfræðingur hjá Lean ráðgjöf.
Tími: Kennt þriðjudaginn 4. maí 2021 kl. 10-12.
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom.
Verð: 18.500 kr.

Minnum á stuðning stéttarfélaga til endurgreiðslu þátttökugjalda. Félagsmenn í FOS-Vest geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu hafi þeir ekki fullnýtt starfsmenntasjóð sinn hjá félaginu. Stór hluti þeirra sem eru í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur geta einnig sótt námskeiðið frítt - nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsfólki Fræðslumiðstöðvarinnar.

Þeir þátttakendur sem vilja nýta sér beina greiðslu starfsmenntasjóðanna eru beðnir að skrá vinnustað sinn í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar (reitur F) á skráningarforminu.

Upplýsingar varðandi fjarkennslu í ZOOM samskiptaforritinu
Til þess að taka þátt í námskeiði þurfa þátttakendur að vera með:
- Nettengda tölvu og góða nettengingu. Snjallsími gengur en hætta er á að kennsluefni sjáist illa.
- Vefmyndavél (lausa eða innbyggð í tölvu/snjalltæki).
- Hljóðnema (lausan eða innbyggðan í tölvu/snjalltæki).

Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt leiðbeiningum um þátttöku í gegnum Zoom. Ekki er nauðsynlegt að hlaða ZOOM forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ