Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skrifstofuskólinn

15. mars 2021.

Skrifstofuskólinn er fyrir fólk sem er 18 ára eða eldra og hefur ekki lokið framhaldsskóla.
Námið hentar þeim sem vilja auka færni sína í almennum skrifstofustörfum, styrkja kunnáttu sína eða nota sem grunn fyrir frekara nám.
Markmið námsins er að þátttakendur öðlist hæfni sem þarf til að sinna almennum skrifstofustörfum með áherslu á tölvur, bókhald og skrifstofutækni.
Námið er 160 klukkustundir auk heimavinnu og skiptist á tvær annir, vorönn 2021 og haustönn 2021.
Engin lokapróf eru en áhersla er lögð er á verkefnavinnu, verklegar æfingar, umræður og rökræður í stað hefðbundinna prófa
Allir nemendur fá nemendaaðgang að O365 meðan á námi stendur s.s. teams, outlook, excel og word og lögð er áhersla á að nemendur læri að nota skýjalausnir við samvinnu og teymisvinnu.
Námið er allt fjarkennslu þar sem nemendur og kennarar eru hittast engöngu á skjánum.

Kennarar: Ýmsir.
Tími: Kennt mánudaga og miðvikudaga kl 18:00-20:00 og annan hvern laugardag kl. 10:00-12:00. Hefst 15. mars.
Staður: Fjarkennt.
Verð: 60.000 kr. Hægt að skipta greiðslum á milli anna. Minnum á stuðning starfsmenntasjóða til greiðslu þátttökugjalda.

Til þess að ljúka námskeiðinu með fullnægjandi hætti þar virka þátttöku sem samsvarar a.m.k. 80% mætingu og skil á verkefnum.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ