Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skyndihjálp

Hefst 8. mars 2021

Haldið í samvinnu við Rauða krossinn. Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja læra skyndihjálp og endurlífgun og öðlast öryggi, færni og þekkingu í að veita nærstöddum aðstoð í bráðatilfellum með því að beita á öruggan hátt einföldum aðferðum í skyndihjálp.

Þar sem námskeiðið er í fjarnámi er einungis sýnikennsla í verklegum hluta. Af þeim sökum fá þátttakendur er ekki gefið út skírteini frá Rauða krossinum að námskeiði loknu. Fræðslumiðstöðin staðfestir þátttöku.

Kennari: Kolbrún Fjóla Arnarsdóttir.
Tími: Kennt mánudaginn 8. og þriðjudaginn 9. mars kl. 17-21.
Lengd: 8 klukkustundir (2 skipti).
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom. Starfsmaður fræðslumiðstöðvar aðstoðar þá sem þurfa varðandi tengingar við fjarnám.
Verð: 14.000 kr.

Minnum á stuðning stéttarfélaga til endurgreiðslu þátttökugjalda. Félagsmenn í FOS-Vest geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu hafi þeir ekki fullnýtt starfsmenntasjóð sinn hjá félaginu. Flestir sem eru í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur geta einnig sótt námskeiðið frítt - nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsfólki Fræðslumiðstöðvarinnar.

Þeir þátttakendur sem vilja nýta sér beina greiðslu starfsmenntasjóðanna eru beðnir að skrá vinnustað sinn í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar (reitur F) á skráningarforminu.

Upplýsingar varðandi fjarkennslu í ZOOM samskiptaforritinu
Til þess að taka þátt í námskeiði þurfa þátttakendur að vera með:
- Nettengda tölvu og góða nettengingu. Snjallsími gengur en hætta er á að kennsluefni sjáist illa.
- Vefmyndavél (lausa eða innbyggð í tölvu/snjalltæki).
- Hljóðnema (lausan eða innbyggðan í tölvu/snjalltæki).

Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt leiðbeiningum um þátttöku í gegnum Zoom. Ekki er nauðsynlegt að hlaða ZOOM forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ