Vellíðan við tölvuvinnu
Haldið 11. febrúar 2021.
Ert þú farin að finna fyrir verkjum í líkamanum vegna tölvuvinnu?
Finnur þú fyrir óöryggi þegar þú ætlar að stilla skrifborðsstólinn þinn?
Vilt þú læra að vinna í forvörn og bæta heilsu þína?
Getur verið að þig vanti aðstoð fagaðila við að endurstilla vinnuaðstöðuna þína, hvort sem hún er á vinustaðnum eða heima fyrir?
Ef þú svarar einhverju játandi þá er þetta námskeið fyrir þig.
Á námskeiðinu verður farið í:
• Hvað gæti verið að orsaka verki í þínu umhverfi.
• Hvernig má endurstilla vinnuaðstöðuna frá a-ö.
• Hvað má gera til að draga úr verkjum eins og t.d. vöðvabólgu, höfuðverk og mjóbaksverk.
- Styrkjandi- og teygjuæfingar
- Streitustjórnun
- Heilsunuddtæki
- Svefnvenjur
• Hvernig nýta má gátlista
Fyrir hverja:
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja tileinka sér betri líkamsbeitingu og stuðla að betra úthaldi og líðan í vinnu og einkalífi. Námskeiðið getur einnig hentað stjórnendum sem vilja bæta aðbúnað á vinnustað og stuðla að vellíðan starfsmanna.
Kennari: Ásgerður Guðmundsdóttir. Ásgerður er íþróttakennari og sjúkraþjálfari að mennt. Hún starfar hjá Vinnuheilsu og er með 20 ára reynslu í fyrirlestra og námskeiðshaldi um líkamsbeitingu og vellíðan við vinnu.
Tími: Kennt fimmtudaginn 11. febrúar 2021 kl. 9-11.
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom.
Verð: 12.500 kr.
Minnum á stuðning stéttarfélaga til endurgreiðslu þátttökugjalda. Félagsmenn í FOS-Vest geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu hafi þeir ekki fullnýtt starfsmenntasjóð sinn hjá félaginu. Lang flestir sem eru í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur geta einnig sótt námskeiðið frítt - nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsfólki Fræðslumiðstöðvarinnar.
Þeir þátttakendur sem vilja nýta sér beina greiðslu starfsmenntasjóðanna eru beðnir að skrá vinnustað sinn í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar (reitur F) á skráningarforminu.
Upplýsingar varðandi fjarkennslu í ZOOM samskiptaforritinu
Til þess að taka þátt í námskeiði þurfa þátttakendur að vera með:
- Nettengda tölvu og góða nettengingu. Snjallsími gengur en hætta er á að kennsluefni sjáist illa.
- Vefmyndavél (lausa eða innbyggð í tölvu/snjalltæki).
- Hljóðnema (lausan eða innbyggðan í tölvu/snjalltæki).
Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt leiðbeiningum um þátttöku í gegnum Zoom. Ekki er nauðsynlegt að hlaða ZOOM forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.