Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Excel – grunnur

Hefst 25. maí 2021.

Námskeið fyrir starfsfólk Ísafjarðarbæjar og ætlað þeim sem hafa lítinn grunn í excel.

Farið verður í grundvallaratriði við meðhöndlun talna og útreikning, algeng föll sem einfalda útreikninga og notkun lista sem gagnagrunn í excel. Einnig farið í mótun útlits skjala, en áherslur á námskeiðinu taka mið af óskum og þörfum þátttakenda.

Eftir námskeið eiga nemendur að: geta nýtt sér grundvallaratriði í töflureikni í einföldum útreikningi, þekkja nokkur algeng föll í töflureikni og geta unnið með þau, geta sett upp og unnið með einföld gögn hvort sem það eru nafnalistar eða töluleg gögn, reiknað út samtölur, eða heildarfjölda, fundið meðaltöl, hæsta og lægsta gildi, sett upp einfalt graf, súlurit, línurit eða skífurit.

Þátttakendur þurfa að hafa með sér eigin fartölvu, með Excel 2019 eða 2016.

Leiðbeinandi: Svavar Þór Guðmundsson, kerfisstjóri hjá Heibrigðisstofnun Vestfjarða.
Tími: Kennt þriðjudaga og fimmtudaga 25, og 27. maí og 1. og 3. júní. kl. 8:00-10:00 (4 skipti).
Kennslustaður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Fyrir hverja: Ætlað þeim sem hafa ekki mikinn grunn í excel.
Verð: 21.000 kr.
Starfsfólk í VerkVest og FosVest getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu þar sem starfsmenntasjóðir þessara félaga greiða fyrir þátttöku. Starfsfólk í öðrum stéttarfélögum þarf að ræða við sína yfirmenn um aðkomu að þátttökugjaldi eða sækja sjálft um endurgreiðslu í sína starfsmenntasjóði.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ