Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Skyndihjálp

Haldið 11. maí 2021.

Námskeið fyrir starfsfólk Ísafjarðarbæjar.

Haldið í samstarfi við Rauða krossinn. Farið yfir grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Námskeiðið er einnig fínt fyrir þá sem áður hafa farið á skyndihjálparnámskeið og vilja rifja upp og viðhalda þekkingu sinni.

Leiðbeinandi: Kolbrún Fjóla Arnarsóttir skyndihjálparkennari.
Tími: Kennt þriðjudaginn 11. maí kl. 8:00-12:00.
Lengd: 4 klukkustundir.
Kennslustaður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12.
Fyrir hverja: Opið öllum starfsmönnum.
Verð: 8.000 kr.
Starfsfólk í VerkVest og FosVest getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu þar sem starfsmenntasjóðir þessara félaga greiða fyrir þátttöku. Starfsfólk í öðrum stéttarfélögum þarf að ræða við sína yfirmenn um aðkomu að þátttökugjaldi eða sækja sjálft um endurgreiðslu í sína starfsmenntasjóði.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ