Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Microsoft Outlook og Tasks

Haldið 5. nóvember 2020.

Microsoft Outlook er þinn persónulegi skipuleggjandi og hluti af Office pakkanum - M365. Þó margir líti á Outlook sem póstforrit er innan þess dagatal (e. calendar), umsýsla tengiliða, verkefnalistar (e. tasks) og sitthvað fleira.

Á þessu námskeiði er farið yfir hvað póstforritið Outlook 2019 hefur upp á að bjóða, þær aðgerðir sem þar er að finna, farið yfir hvað verkefni (e. tasks) hefur upp á að bjóða, sérstilla dagatalið og nota flokkun (e. categorize) og fleira.

Yfirferð:
- Outlook 2019 – Stóra myndin
- Hvar finna má helstu aðgerðir
- Notkun og uppsetning á flýtileiðum (e. quick steps)
- Tímastjórnun með Outlook
- Verkefni (e. tasks)
- Uppsetning og skilgreining á reglum (e. rules)
- Dagatal (e. calendar)
- Samtengin búnaðar og O365 vefgátt – Innskráning.
- Geymsla á efni - vista í „OneDrive“.

Kennari: Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari.
Tími: Kennt fimmtudaginn 5. nóvember kl. 13-15.
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom.
Verð: 16.800 kr.

Félagsmenn í FOS-Vest geta sótt námskeiðið sér að kostnaðrlausu vegna samnings milli félagsins og Fræðslumiðstöðvarinnar. Starfsmenntasjóðirnir Ríkismennt, Sveitamennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir þá félagsmenn í VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur sem starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða samkvæmt kjarasamningi SGS og SA (hér eru flestir sem starfa á almennum markaði fyrir utan verslunar- og skrifstofufólk).

Þeir þátttakendur sem vilja nýta sér beina greiðslu starfsmenntasjóðanna eru beðnir að skrá vinnustað sinn í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar (reitur F) á skráningarforminu.

Upplýsingar varðandi fjarkennslu í ZOOM samskiptaforritinu
Til þess að taka þátt í námskeiði þurfa þátttakendur að vera með:
- Nettengda tölvu og góða nettengingu. Snjallsími gengur en hætta er á að kennsluefni sjáist illa.
- Vefmyndavél (lausa eða innbyggð í tölvu/snjalltæki).
- Hljóðnema (lausan eða innbyggðan í tölvu/snjalltæki).

Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt leiðbeiningum um þátttöku í gegnum Zoom. Ekki er nauðsynlegt að hlaða ZOOM forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.

Vegna bilunar í kerfinu er líklegt að þú fáir villuboð á skjáinn þegar skráning hefur verið send inn. Umsóknin þín skilar sér til okkar engu að síður. Við biðjumst velvirðingar á þessu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ