Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Microsoft Teams og OneDrive

Haldið 27. október 2020.

Á þessu námskeiði er farið yfir bæði Teams og OneDrive frá Microsoft en þau vinna náið saman og varla hægt að nota annað án þess að komast í kynni við hitt á einhverjum tíma. Byrjað er að fara yfir OneDrive en þar kynnumst við hvernig skýjalausnir halda utan um gögnin og hvar við getum nálgast þau. Með Teams fáum við tækifæri að nýta okkur þessa frábæru lausn til samskipta og sækjum gögn frá t.d. OneDrive.

OneDrive
Með OneDrive gefst tækifæri að geyma gögn miðlægt, deila þeim með öðrum og nýta sér útgáfustjórnun. Á námskeiðinu er farið yfir hvað OneDrive er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að deilingu gagna, samvinnu og fleira.
Yfirferð:
- OneDrive vs. OneDrive 4Bussiness – Hver er munurinn?
- Hvað býður OneDrive uppá?
- Vistun á gögnum í OneDrive.
- Samvinna á gögnum í rauntíma.
- Deiling á gögnum frá OneDrive.
- Aðgangur að gögnum frá mismunandi tækjum.
- Afritun, endurheimtur og skjalastýring.

Teams
Microsoft Teams er teymi einstaklinga sem saman mynda hóp er vinna saman, deila gögnum og eða vilja eiga samskipti sín á milli í gegnum spjallborð svo eitthvað sé nefnt. Á námskeiðinu er farið yfir hvað Teams er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að samskiptum, samvinnu, aðgengi gagna og fleira.

Yfirferð:
- Hvað er Teams?
- Hvað býður það uppá?
- Umhverfi Teams – Er munur á?
- Hópar vs. rásir
- OneDrive vs. SharePoint – geymslusvæði.
- Aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams
- Munur á opnum hópum og lokuðum.

Kennari: Atli Þór Kristbergsson, ráðgjafi og kennari.
Tími: Kennt þriðjudaginn 27. október kl. 13-15.
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom.
Verð: 16.800 kr.

Félagsmenn í FOS-Vest geta sótt námskeiðið sér að kostnaðrlausu vegna samnings milli félagsins og Fræðslumiðstöðvarinnar. Starfsmenntasjóðirnir Ríkismennt, Sveitamennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir þá félagsmenn í VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur sem starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða samkvæmt kjarasamningi SGS og SA (hér eru flestir sem starfa á almennum markaði fyrir utan verslunar- og skrifstofufólk).

Þeir þátttakendur sem vilja nýta sér beina greiðslu starfsmenntasjóðanna eru beðnir að skrá vinnustað sinn í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar (reitur F) á skráningarforminu.

Upplýsingar varðandi fjarkennslu í ZOOM samskiptaforritinu
Til þess að taka þátt í námskeiði þurfa þátttakendur að vera með:
- Nettengda tölvu og góða nettengingu. Snjallsími gengur en hætta er á að kennsluefni sjáist illa.
- Vefmyndavél (lausa eða innbyggð í tölvu/snjalltæki).
- Hljóðnema (lausan eða innbyggðan í tölvu/snjalltæki).

Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt leiðbeiningum um þátttöku í gegnum Zoom. Ekki er nauðsynlegt að hlaða ZOOM forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.

Vegna bilunar í kerfinu er líklegt að þú fáir villuboð á skjáinn þegar umsóknin hefur verið send inn. Skráningin þín skilar sér til okkar engu að síður. Við biðjumst velvirðingar á þessu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ