Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Endurfjármögnun íbúðalána

Haldið 13. janúar 2021.

Ertu að huga að endurfjármögnun íbúðalána? Viltu vita hvaða lánamöguleikar eru í boði? Viltu læra um kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána? Viltu auka eignamyndun í þínu húsnæði?

Gagnlegt námskeið um það sem mikilvægast er að hafa í huga við endurfjármögnun.
Meðal þess sem rætt verður um er:
- Lánamöguleikar í boði.
- Kostnaður við lántöku og endurfjármögnun.
- Kostir og gallar verðtryggðra og óverðtryggðra lána.
- Hvernig get ég lækkað greiðslubyrði lána?
- Get ég aukið eignamyndunina?
- Hvernig fer ég í gegnum greiðslumat?

Ávinningur þinn:
• Meðvitaðri um þá lánamöguleika sem eru í boði.
• Lærir um lántöku, endurfjármögnun og greiðslumat.
• Lærir um kosti og galla verðtryggðra og óverðtryggðra lána.
• Lærir leiðir til að auka eignamyndun.

Námskeiðið hentar öllum þeim sem vilja kanna hvort hægt sé að taka hagstæðari íbúðarlán en áður, lækka greiðslubyrði eða auka eignamyndun.

Kennari á námskeiðinu er Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka. Hann hefur haldið fjölda námskeið um íbúðalán, kaup fyrstu íbúðar, sparnaðar, fjárfestingar, fjármál við starfslok og fleira.

Tími: Kennt miðvikudaginn 13. janúar 2021 kl. 17:00-18:30.
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom.
Verð: 10.500 kr.

Upplýsingar varðandi fjarkennslu í ZOOM samskiptaforritinu
Til þess að taka þátt í námskeiði þurfa þátttakendur að vera með:
- Nettengda tölvu og góða nettengingu. Snjallsími gengur en hætta er á að kennsluefni sjáist illa.
- Vefmyndavél (lausa eða innbyggð í tölvu/snjalltæki).
- Hljóðnema (lausan eða innbyggðan í tölvu/snjalltæki).

Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt leiðbeiningum um þátttöku í gegnum Zoom.

Félagsmenn í FOS-Vest geta sótt námskeiðið sér að kostnaðrlausu hafi þeir ekki fullnýtt starfsmenntasjóð sinn hjá félaginu. Lang flestir sem eru í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur geta einnig sótt námskeiðið frítt - nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsfólki Fræðlumiðstöðvarinnar.

Þeir þátttakendur sem vilja nýta sér beina greiðslu starfsmenntasjóðanna eru beðnir að skrá vinnustað sinn í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar (reitur F) á skráningarforminu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ