Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fjölæringar eru heillandi heimur

Haldið 29. apríl 2021.

Í hverjum garði er pláss fyrir litskrúðuga fjölæringa sem gleðja augað með sínum fjölbreyttu litum, blaðlögun og ólíkum blómstrunartímum. Á námskeiðinu verður fjallað um notkun fjölæringa í garðbeð, fjölgun og innsýn veitt í rótakerfi plantna.

Kennari á námskeiðinu er Embla Heiðmarsdóttir. Embla hefur víðtæka þekkingu á ræktun fjölærra plantna, notkun þeirra og samröðun í beð. Hún hefur á undangengnum árum veitt bæjarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum ráðgjöf um notkun fjölæringa. Embla á nám að baki í Umhverfisskipulagi við Landbúnaðarháskóla Íslands. Hefur sótt fræðslu erlendis og verið í verknámi í Englandi og Svíþjóð í umönnun og uppsetningu á fjölærum beðum.

Tími: Kennt fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl. 20-21.30.
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom.
Verð: 8.000 kr.

Mörg stéttarfélög niðurgreiða námskeið að hluta eða öllu leyti. Fræðslumiðstöðin hvetur fólk til að hafa samband við sitt félag og kanna möguleika á námskeiðsstyrk.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ