Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grænn lífsstíll

Haldið 18. mars 2021.

Okkar framlag skiptir máli!

Á námskeiðinu er farið yfir einföld en mikilvæg skref í áttina að grænum lífsstíl. Sýnt er fram á hvað við getum gert sem einstaklingar og að hvert skref í rétta átt skiptir máli.

Á námskeiðinu er fjallað um:
- Einföld fyrstu skref við innkaupin, endurvinnslu og skipulag
- Hvaða lausnir eru til að takmarka umbúðir?
- Ferðamáti - almenningssamgöngur og einkabíllinn.
- Hvað getum við lagað og lengt líftíma?
- Sjálfbærni og hringrásarhugsun.

Ávinningur þinn:
- Þú færð hugmyndir um fyrstu skrefin að lægra vistspori.
- Aukinn skilningur á umhverfisvænni lífsstíl.
- Tileinkar þér aukna vitund um þinn lífsstíl.

Kennarinn Emilía Borgþórsdóttir og hennar sex mann fjölskylda hefur undanfarin ár unnið markvisst að því að draga úr vistspori sínu. Neyslumynstur fjölskyldunnar hefur mikið breyst m.a. með því að nota minna, endurnýta og endurvinna.
Emilía hefur m.a tekið þátt í námskeiðum hjá Leyla Acaroglu sem rekur Unschool þar sem farið er í heildræna nálgun í að leysa flókin vandamál og knúið fram sjálfbærar og félagslegar breytingar.

Kennari: Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður og sjúkraþjálfari. Hún hefur kennt vinsæl námskeið hjá EHÍ. Starfar nú sem sjálfstæður hönnuður við fjölbreytt verkefni með sjálfbærni að leiðarljósi.
Tími: Kennt fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 17-19.
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom.
Verð: 12.500 kr.

Minnum á stuðning stéttarfélaga til endurgreiðslu þátttökugjalda. Félagsmenn í Sameyki geta sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu. Sama á við um félagsmenn í FOS-Vest hafi þeir ekki fullnýtt starfsmenntasjóð sinn hjá félaginu. Flestir sem eru í VerkVest eða Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur geta einnig sótt námskeiðið frítt - nánari upplýsingar er hægt að fá hjá starfsfólki Fræðslumiðstöðvarinnar.

Þeir þátttakendur sem vilja nýta sér beina greiðslu starfsmenntasjóðanna eru beðnir að skrá vinnustað sinn í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar (reitur F) á skráningarforminu.

Upplýsingar varðandi fjarkennslu í ZOOM samskiptaforritinu
Til þess að taka þátt í námskeiði þurfa þátttakendur að vera með:
- Nettengda tölvu og góða nettengingu. Snjallsími gengur en hætta er á að kennsluefni sjáist illa.
- Vefmyndavél (lausa eða innbyggð í tölvu/snjalltæki).
- Hljóðnema (lausan eða innbyggðan í tölvu/snjalltæki).

Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt leiðbeiningum um þátttöku í gegnum Zoom. Ekki er nauðsynlegt að hlaða ZOOM forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ