Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Heimur töfranna - töfranámskeið fyrir fullorðna

Hefst 22. september 2021

Tilvalið námskeið fyrir þá sem vilja kynnast heimi töfra og læra eitthvað nýtt. Í upphafi verður litið inn í heim töfra, skoðað hvað eru töfrabrögð og sjónhverfingar, hvernig þau virka, saga þeirra og undirstaða kynnt. Hvert kvöld verður síðan tileinkað tilteknum flokki töfra og nemendur læra eitt til tvö töfrabrögð í hvert skipti.

Fyrir hverja:
Fyrir þá sem vilja vita leyndarmálin á bak við töfrana.
Fyrir listamenn.
Fyrir þá sem vilja slá í gegn í næsta partýi.
Fyrir afann eða ömmuna sem vilja gleðja barnabörnin.
Fyrir mannfræðinginn eða sálfræðinginn.
Fyrir alla þá sem vilja læra eitthvað nýtt og skemmtilegt.

Tími: Kennt mið. kl. 20-21:30 (8 skipti). Hefst 22. sept.
Kennari: Einar Mikael, töframaður.
Staður: Skjaldborgarbíó, Patreksfirði.
Verð: 25.000 kr.
Námskeiðið er ætlað fullorðnum, aldurstakmark 18 ár.

Ekki gleyma að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum ykkar og fræðslusjóðum!

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ