Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Lean heimili - bættu skipulag heimilisins með aðferðum Lean

Haldið 3. nóvember 2020.

Að loknum vinnudegi væri ánægjulegt að geta komið sér þægilega fyrir í sófanum með tærnar upp í loftið. En því er nú öðru nær á flestum heimilum. Við taka tímafrek heimilisstörf, þvotturinn, eldamennska og margt fleira.

Lean aðferðir virka ekki síður á heimilinu en á vinnustaðnum. Á námskeiðinu er farið yfir grunnaðferðir Lean og hvernig má á hagnýtan hátt gera einfaldar breytingar á heimilinu sem hjálpa til við að spara tíma og gera heimilisstörfin bæði einfaldari og skemmtilegri.

Námskeið fyrir alla, konur og karla, sem hafa áhuga á að einfalda sér heimilislífið.

Kennarar: Guðmundur Ingi Þorsteinsson, iðnaðar- & framleiðsluverkfræðingur hjá Lean ráðgjöf og Margrét Edda Ragnarsdóttir, rafmagnsverkfræðingur og stjórnunarráðgjafi hjá Gemba.
Tími: Kennt þriðjudaginn 3. nóvember kl. 17-19.
Staður: Fjarkennt í gegnum Zoom.
Verð: 9.900 kr.

Félagsmenn í FOS-Vest geta sótt námskeiðið sér að kostnaðrlausu vegna samnings milli félagsins og Fræðslumiðstöðvarinnar. Sama gildir um þá sem eru í Sameyki. Starfsmenntasjóðirnir Ríkismennt, Sveitamennt og Landsmennt greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir þá félagsmenn í VerkVest og Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolungavíkur sem starfa á vegum ríkis eða sveitarfélaga eða samkvæmt kjarasamningi SGS og SA (hér eru flestir sem starfa á almennum markaði fyrir utan verslunar- og skrifstofufólk).

Þeir þátttakendur sem vilja nýta sér beina greiðslu starfsmenntasjóðanna eru beðnir að skrá vinnustað sinn í reitinn fyrir viðbótarupplýsingar (reitur F) á skráningarforminu.

Upplýsingar varðandi fjarkennslu í ZOOM samskiptaforritinu
Til þess að taka þátt í námskeiði þurfa þátttakendur að vera með:
- Nettengda tölvu og góða nettengingu. Snjallsími gengur en hætta er á að kennsluefni sjáist illa.
- Vefmyndavél (lausa eða innbyggð í tölvu/snjalltæki).
- Hljóðnema (lausan eða innbyggðan í tölvu/snjalltæki).

Daginn áður en námskeið hefst er hlekkur námskeiðsins sendur á það netfang sem þátttakandi gaf upp við skráningu ásamt leiðbeiningum um þátttöku í gegnum Zoom. Ekki er nauðsynlegt að hlaða ZOOM forritinu niður, aðeins þarf að smella á hlekkinn til að fara inn á námskeiðið.

Vegna bilunar í kerfinu er líklegt að þú fáir villuboð á skjáinn þegar skráning hefur verið send inn. Umsóknin þín skilar sér til okkar engu að síður. Við biðjumst velvirðingar á þessu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ