Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Áhættustýring

Haldið 20. mars 2019.

Áhættustýring greinir og metur áhættuþætti sem geta valdið því að fyrirtæki nái ekki sínum markmiðum og skilgreinir hvernig brugðist er við áhættunni.

Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðir, verkfæri og lausnir við framkvæmd áhættumats. Markmið námskeiðsins eru að útskýra framkvæmd áhættumats á sem einfaldastan máta, að benda á og einfalda mögulegar flækjur við framkvæmd áhættumats, að sýna hvernig hægt er að nota áhættumat sem verkfæri hjá fyrirtækjum og stofnunum og hvernig niðurstöður áhættumats geta síðan verið notaðar enn víðar í fyrirtækjum eða stofnunum.

Námskeiðið getur verið gagnlegt fyrir alla sem vilja eða þurfa að framkvæma áhættumat, hvort sem er til að mæta ytri kröfum (d. ISO 9001, 27001 eða GDPR) eða til að forgangsraða verkefnum og öðlast enn betri upplýsingar um rekstur fyrirtækis eða stofnunar.

Kennari: Jón Kristinn Ragnarsson.
Tími: Haldið miðvikudaginn 20. mars kl. 8:15-12:15.
Lengd: 4 klukkustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 25.900 kr.

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ