Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Fjölbreyttari og virkari fundir

Haldið 7. maí 2020.

Á námskeiðinu verður fjallað um árangursríkar leiðir til að auka árangur og þátttöku fólks á fundum. Skoðaðir verða styrkleikar og veikleikar funda og þær áskoranir sem eru við fundi. Fjallað um mismunandi markmið funda og bestu leiðir til að ná þeim. Hverja á að boða og hvert er þeirra hlutverk? Hefðbundinn fundur eða annars konar fundaskipulag? Hugmyndafundir, hópavinna og töflufundir. Hvernig má virkja fólk á fundum og ráðstefnum? Rafrænir möguleikar á fundum og við fjarfundi.

Efnisþættir námskeiðsins:
Af hverju fundir? Er eitthvað vandamál við fundi?
- Markmið funda og ýmsar leiðir til að ná markmiðinu.

Hvað skiptir máli við hefðbundna fundi?
-Markmið, dagskrá, boðun, undirbúningur, fundarstjórn, fundarritun og eftirfylgni. Hlutverk hvers þátttakenda á fundi.

Þróun og umbætur á fundum - bætt fundamenning
- Hvað hefur skilað árangri við bætta fundamenningu á vinnustöðum?
- Boðun: Hverjir þurfa nauðsynlega að mæta?
- Gæti mæting verið valkvæð fyrir einhverja? Þurfa allir að vera allan tímann?
- Endurgjöf frá þátttakendum á fundi. Umbótaverkefni

Töflufundir og nýbreytni á fundum
- Ávinningur töflufunda og uppsetning töflu á vinnustað
- Tékk-inn og ísbrjótar. Standandi fundir og göngufundir.

Virk umræða og þátttaka s.s. á hugmyndafundum
- Hvernig má virkja fólk á fundum og ráðstefnum?
- Hópavinna, hugmyndavinna, lýðræðislegar aðferðir, leiðir til að draga saman niðurstöður og forgangsraða.

Rafrænir möguleikar inni á fundi og ráðstefnum

Möguleikar við fjarfundi og aukin virkni á þeim

Leiðbeinandi er Ingibjörg Gísladóttir. Ingibjörg er með háskólapróf í boðskiptafræði á vinnustöðum og framhaldsmenntun í menntunarfræðum með áherslu á starfsþróun og fjölbreytta miðlun. Hún hefur starfað við fjölbreytt verkefni þar sem virkt samtal og nútímamiðlun hafa verið lykilþættir. Hún hefur mikla reynslu og þekkingu á fjölbreyttum fundaaðferðum og miðlun.

Kennari: Ingibjörg Gísladóttir.
Tími: Kennt fimmtudaginn 7. mai 2020 kl. 8-12.
Lengd: 4 klukkustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 23.500 kr.

ATH. Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu greiðir þátttökugjaldið fyrir sína félagsmenn sem geta þá sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu.

Minnum aðra væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum.


Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ