Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Gerð handbóka verklags og ferlagreining

Ísafjörður 22. febrúar 2018.

Námskeið í samstarfi við Origo.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur fái grunnþekkingu til þess að skipuleggja handbók og útbúa verklag sem er skýrt og aðgengilegt fyrir notendur.

Í fyrri hluta námskeiðsins er kennt hvernig best er að skipuleggja efnisyfirlit handbóka og ákveða hvaða lýsigögn (metadata) sé mikilvægt að merkja gæðaskjölin með. Þá er farið yfir hvernig best er að raða upp verklagsreglum, vinnulýsingum og öðrum gögnum inn í handbækur til að notendur geti fundið skjöl og að auðvelt sé að viðhalda handbókunum.

Í seinni hluta námskeiðsins er kennt hvernig best er að setja upp og rita verklagsreglur og vinnulýsingar þannig að starfsmenn séu fljótir að finna þær upplýsingar sem þeir leita eftir og auðvelt sé að viðhalda efninu. Verkleg æfing er í greiningu ferils og gerð einnar verklagsreglu og vinnulýsingar.

Námskeiðið fer fram með fyrirlestri, myndskeiði, umræðum og verkefni.

Viðfangsefni í fyrri hluta námskeiðsins:
– Markmið handbóka
– Hvaða gögn fara í handbækur?
– Lýsigögn og auðkenning skjala
– Efnisyfirlit og notendahandbækur
– Rekstur og viðhald handbóka
– Útgáfustýring og dreifing handbóka

Viðfangsefni í seinni hluta námskeiðsins:
– Ferilhugsun og hvað ferill er
– Notkun Cross Functional flæðirita
– Hvernig skilgreina á inntak, úttak og ábyrgð í flæðiriti
– Ferlagreining, verklýsing sett upp í ferli
– Hvernig skilgreina skal skjöl og gögn í ferlum
– Gerð verklagsreglna og vinnulýsinga, form og tilvísanir í kröfur

Í takt við nýjar áherslur í ISO 9001:2015 verður meiri áhersla lögð á greiningu á áhættum, tækifærum og gerð neyðaráætlunar en verið hefur hingað til.

Kennari á námskeiðinu er Kristín Björnsdóttir, rekstrarhagfræðingur. Hún er með áratuga reynslu af gæðastjórnunar og innleiðingu hennar hjá fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og gerðum. Þá hefur hún yfir 30 ára reynslu af kennslu hjá háskólastofnunum, Íslandsstofu og Gæðastjórnunarskólanum.

Kennari: Kristín Björnsdóttir, rekstrarhagfræðingur.
Tími: Kennt fimmtudaginn 22. febrúar kl. 9-16.
Lengd: 7 klukkustundir m. hádegishléi (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 47.500 kr. Ath þeir sem taka þetta námskeið og námskeiðið um leiðir til árangursríkrar innleiðingar á gæðastjórnun fá 15% afslátt og greiða 62.900 kr. fyrir bæði námskeiðin.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ