Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Grunnmenntaskóli

Hefst 26. nóvember 2019.

Grunnmenntaskólinn er námsleið sem kennd er eftir námskrá frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. Um er að ræða 300 kennslustunda (200 klukkustunda) nám ætlað þeim sem eru 18 ára eða eldri og hafa minna en fjögurra ára nám í framhaldskóla.

Grunnmenntaskólinn er haldinn í samstarfi við Menntaskólann á Ísafirði sem metur námið til eininga á móti undirbúningsáföngum í bóknámi eða sem val. Eins getur námið verið hluti af þeim almennu bóklegu greinum sem krafist er í fisktækni. Þá er Grunnmenntaskólinn kjörinn fyrir þá sem ekki hafa verið í skóla í langan tíma en vilja komast aftur af stað í námi.

Kenndir verða eftirfarandi námsþættir:

  • Náms- og starfsráðgjöf

  • Upplýsinga- og námstækni

  • Enska

  • Íslenska

  • Stærðfræði

Kennarar: Ýmsir.
Tími: Kennt verður í tveimur 12 vikna lotum þriðjudaga og miðvikudaga kl. 17:30-21:30 (samtals 8 klukkustundir á viku). Fyrri lotan stendur frá 26. nóvember til 27. febrúar og sú seinni frá 3. mars til 27. maí.
Staður: Menntaskólinn á Ísafirði.
Verð: 72.000 kr.
Námsmat: 80% mæting, virk þátttaka og skil á verkefnum.

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ