Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

HAM - Námskeið í hugrænni atferlismeðfer

Vorönn 2018.

Í hugrænni atferlismeðferð (HAM) lærir þú aðferðir til að takast á við tilfinningalega vanlíðan á árangursríkan hátt. Rannsóknir sýna að HAM er ein árangursríkasta meðferð við t.d. kvíða og þunglyndi sem völ er á í dag.

Í hugrænni atferlismeðferð er skoðað hvernig hugsanir okkar og hegðun hafa áhrif á tilfinningarnar okkar. Markmiðið er að skoða hvernig hægt er að endurmeta hugsanir og hegðun til að bæta líðan.

HAM fer fram í hóp einu sinni í viku, tvo tíma í senn, í alls sex skipti. Áður en þú ferð í hópinn færð þú að hitta sálfræðing í greiningarviðtali. Meðferðin felur í sér fræðslu, umræður og heimaverkefni.

Mörgum finnst erfitt að koma í hóp og hræðast að þurfa að tala fyrir framan aðra. Þessi hópmeðferð krefst þess ekki að þátttakendur tali fyrir framan hópinn frekar en þeir vilja. Meðferðin er fræðslumiðuð og aðalatriðið er að fræðast og vinna heimavinnuna persónulega fyrir sig.

Greitt er eitt gjald fyrir námskeið, greiningarviðtal og hefti sem þátttakendur geta lesið og unnið verkefni milli tíma.

Kennari: Baldur Hannesson, sálfræðingur.
Tími: Þriðjudaga 20. mars-24. apríl Kl. 18:00-20:00..
Lengd: 18 kennslustundir (6 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 42.000 kr.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ