Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Leiðir til árangursríkrar innleiðingar á gæðastjórnun

Haldið 23. febrúar 2018.

Námskeiðið er ætlað umsjónarmönnum gæðamála og þeim sem hafa það hlutverk að virkja starfsmenn til þess að taka fullan þátt í að bæta þjónustu og ferla fyrirtækisins í gegnum gæðastjórnun. Námskeiðið byggir á viðurkenndri aðferðafræði og er óháð kerfisnotkun.

Markmið námskeiðsins er að kenna leiðir til árangursríkrar innleiðingar á gæðastjórnun og handbókum. Námskeiðið fer fram með fyrirlestri, umræðum og myndskeiðum.

Meðal viðfangsefna:
- Grunnurinn að árangursríkri innleiðingu
- Virkjun starfsmanna
- Leiðir til innri markaðssetningar
– Gerð innri markaðsáætlunar

Í takt við nýjar áherslur í ISO 9001:2015 verður komið inná mikilvægi þess að kynna fyrir starfsmönnum áhættur, tækifæri og neyðaráætlanir.

Kennari: Kristín Björnsdóttir, rekstrarhagfræðingur.
Tími: Kennt föstudaginn 23. febrúar kl. 9:00-11:30.
Lengd: 2,5 klukkustundir (1 skipti).
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 26.500 kr. Ath þeir sem taka þetta námskeið og námskeiðið um gerð handbóka, verklags og ferlagreiningu fá 15% afslátt og greiða 62.900 kr. fyrir bæði námskeiðin.

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ