Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Líf og heilsa - lífsstílsþjálfun

Námið er ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaði, eldri en 20 ára sem hefur stutta formlega skólagöngu að baki. Markmið námsins er að auka þekkingu þátttakenda á áhrifaþáttum heilsu, leikni þeirra í heilsulæsi og hæfni til að taka ábyrgð á eigin heilsu. Í náminu er lögð áhersla á sjálfseflingu, ígrundun, markmiðasetningu og virkni með samvinnunámi og virkum stuðningi leiðbeinenda. Námið er fyrst og fremst hugsað sem forvörn en getur einnig nýst fólki með heilsufarsvanda á borð við háan blóðþrýsting, hátt kólesteról eða sykursýki af gerð tvö. Námið stendur yfir í 12 mánuði og er annars vegar leiðsögn leiðbeinanda og hins vegar sjálfstætt nám með stuðningi og eftirfylgni.

Hefst í febrúar. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag námsins verða birtar fljótlega.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ