Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Matarkistan Vestfirðir - Beint frá býli

Hefst 30 október 2019.

Matarkistan Vestfirðir - Beint frá býli er samvinnuverkefni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða og Vestfjarðarstofu. Unnið er út frá námskránni Matarsmiðja frá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.

Námskeiðið miða að því að veita matvælaframleiðendum fræðslu um þróun, fullvinnslu og markaðssetningu afurða í takt við Beint frá býli hugmyndafræðina. Markmið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist skilning og getu til að vinna að vöruþróun og einfaldri framleiðslu á matvælum. Þátttakendur taka virkan þátt í gerð uppskrifta, útreiknings á næringargildi, framlegð og rýrnun, markaðssetningu ásamt því að geta framleitt vöruna.

Námið er 80 klukkustundir bóklegt (fyrirlestrar) og verklegt. Kennslan fer fram á tveimur önnum. Fyrirlestrar verða í fjarkennslu en verklegi þátturinn í einni þriggja daga lotu í vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Áætlað er að kennsla hefjist í október 2019 og ljúki í mars 2020. Fjarnámshlutinn verður í boði í zoom fjarfundarkerfi, þátttakendur þurfa því að hafa aðgang að tölvu með myndavél og hljóðnema. Þátttakendur eru þv í eigin tölvum heima hjá sér eða þar sem þeri hafa aðgang. Allir fyrirlestrar verða teknir upp og aðgengilegir þátttakendum.
80% mætingarskylda er á fjarnámshlutann og 100% í verknámshlutann. Fyrirlestrar verða á ákveðnum tíma samkvæmt stundaskrá en auk þess verða upptökur aðgengilegar á námsvef.

Námið er öllum opið sem eru áhugasamir um framleiðslu og vinnslu matvæla.

Kennarar: Ýmsir sérfræðingar
Tími: Október 2019 - mars 2020. Kennt mánudaga og miðvikudaga kl. 16-18 auk lotu í mars.
Lengd: 80 klukkustundir.
Staður: Námið er fjarkennt í gegnum fjarfundakerfið Zoom að undanskilinni námslotu á Skagaströnd.
Verð: 34.000 kr.

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ