Forsíða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
frmst@frmst.is
456-5025

Sálræn áföll og afleiðingar fyrir heilsufar og líðan

Haldið 16. september 2020.

Meginviðfangsefni námskeiðsins er sálræn áföll. Áhersla er á forvarnir, einkenni, og afleiðingar sálrænna áfalla. Fjallað er um helstu skilgreiningar, forvarnir, einkenni sem geta komið fram og líkamlegar, sálrænar og félagslegar afleiðingar.
Námskeiðið byggir á þverfaglegri nálgun á sviði heilbrigðisvísinda, félagsvísinda, menntavísinda og laga. Markhópur námskeiðs er almenningur og fagfólk sem starfar með fólki.

Að námskeiðinu loknu skal nemandi:
- Geta gert grein fyrir einkennum og afleiðingum sálrænna áfalla og ofbeldis og hvaða meðferðarúrræði eru í boði
- Geta fjallað um skammtíma og langvinnar afleiðingar sálrænna áfalla og ofbeldis fyrir líkama, sál, félagslegt umhverfi og samfélagið í heild.

Kennari: Dr. Sigrún Sigurðardóttir hjúkrunarfræðingur, dósent við Háskólann á Akureyri.
Tími: Kennt miðvikudaginn 16. september kl. 13:00-16:00.
Lengd: 3 klukkustundir.
Staður: Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Suðurgötu 12, Ísafirði.
Verð: 17.500 kr. (15.000 kr. fyrir þá sem einnig sækja námskeiðið
Sálræn áföll, úrræði og meðferð).

Minnum væntanlega þátttakendur á að kanna möguleikana á styrkjum hjá stéttarfélögum og fræðslusjóðum!

Almennt gildir að til þess að ljúka námskeiði hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með viðurkenningu þarf að lágmarki 75% mætingu.

SKRÁNING Á NÁMSKEIÐ